Fótbolti

Kjartan komst á ferðina á ný en uppskar aðeins eitt stig

Sindri Sverrisson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason er markahæstur í dönsku 1. deildinni með 14 mörk.
Kjartan Henry Finnbogason er markahæstur í dönsku 1. deildinni með 14 mörk. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason lék sinn fyrsta alvöru fótboltaleik síðan 7. mars þegar hann lék með Vejle í dag í 1-1 jafntefli við Næstved í dönsku 1. deildinni.

Úrslitin í dag eru vonbrigði fyrir Vejle enda er Næstved í 11. og næstneðsta sæti en Vejle á toppnum. Vejle er þó með sjö stiga forskot á næsta lið, Viborg, en efsta liðið kemst upp í úrvalsdeild. Tólf umferðir eru eftir.

Kjartan lék allan leikinn í dag og miðað við textalýsingu frá leiknum skapaði hann oft hættu við mark Næstved þó að ekki hafi hann skorað í dag. Næstved komst yfir eftir hornspyrnu strax í upphafi leiks en Vejle jafnaði skömmu síðar.

Kjartan er markahæstur í deildinni með 14 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.