Fótbolti

Hefðbundnar æfingar hjá spænskum liðum á mánudag

Sindri Sverrisson skrifar
Lionel Messi og Antoine Griezmann geta bráðum farið að spila fótbolta á nýjan leik.
Lionel Messi og Antoine Griezmann geta bráðum farið að spila fótbolta á nýjan leik. VÍSIR/GETTY

Liðin í efstu tveimur deildum Spánar í fótbolta mega frá og með næsta mánudegi æfa eins og þau gerðu áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum.

Liðin máttu fá leikmenn á einstaklingsæfingar í byrjun maí, og svo æfa í sífellt stærri hópum. Fjórtán manns hafa mátt æfa saman frá því síðasta mánudag.

Með því að hefja óheftar liðsæfingar á mánudag hefur síðasta skrefið verið tekið í átt að því að byrja að spila í spænsku 1. deildinni en þar mun keppni hefjast að nýju 11. júní. Áætlað er að leiktíðinni ljúki 19. júlí sem þýðir að spilað verður þétt. Barcelona er á toppi deildarinnar með 58 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, þegar 11 umferðir eru eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×