Fótbolti

Alfreð þarf að bíða lengur

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Finnbogason á æfingu Augsburg.
Alfreð Finnbogason á æfingu Augsburg. MYND/@FCA_WORLD

Alfreð Finnbogason hefur verið að glíma við meiðsli og ekki getað spilað með liði Augsburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að keppni hófst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Alfreð er byrjaður að æfa að nýju og þjálfari Augsburg, Heiko Herrlich, vildi í vikunni ekki segja af eða á varðandi það hvort Alfreð yrði með liðinu í dag. Augsburg mætir Herthu Berlín kl. 13.30 og nú er ljóst að Alfreð er ekki í leikmannahópnum.

Alfreð spilaði síðast leik 8. mars, í 2-0 tapi gegn Bayern München, og var þá kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í öxl í nóvember og verið úr leik fram í janúar. Hann meiddist í hné í undirbúningi fyrir fyrsta leik eftir kórónuveiruhléið, en Augsburg hefur leikið þrjá leiki eftir hléið. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×