Fótbolti

Alfreð þarf að bíða lengur

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Finnbogason á æfingu Augsburg.
Alfreð Finnbogason á æfingu Augsburg. MYND/@FCA_WORLD

Alfreð Finnbogason hefur verið að glíma við meiðsli og ekki getað spilað með liði Augsburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að keppni hófst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Alfreð er byrjaður að æfa að nýju og þjálfari Augsburg, Heiko Herrlich, vildi í vikunni ekki segja af eða á varðandi það hvort Alfreð yrði með liðinu í dag. Augsburg mætir Herthu Berlín kl. 13.30 og nú er ljóst að Alfreð er ekki í leikmannahópnum.

Alfreð spilaði síðast leik 8. mars, í 2-0 tapi gegn Bayern München, og var þá kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í öxl í nóvember og verið úr leik fram í janúar. Hann meiddist í hné í undirbúningi fyrir fyrsta leik eftir kórónuveiruhléið, en Augsburg hefur leikið þrjá leiki eftir hléið. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.