Fótbolti

Grátlegt jafntefli hjá Guðlaugi Victori og félögum

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálson teygir sig í boltann í leiknum í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálson teygir sig í boltann í leiknum í kvöld. VÍSIR/GETTY

Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn þriðja leik á sjö dögum þegar Darmstadt gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Greuther Fürth á heimavelli, í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Fabian Schnellhardt kom Darmstadt yfir á 56. mínútu en Felix Platte klúðraði víti fyrir liðið skömmu síðar. Þegar örfáar mínútur voru eftir náðu svo gestirnir að jafna með marki Marvin Stefaniak.

Guðlaugur Victor lék eins og vanalega allar 90 mínútur leiksins. Darmstadt er nú með 43 stig í 5. sæti, þremur stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti og fimm stigum á eftir Stuttgart sem er í 2. sæti. Tvö efstu liðin fara beint upp í 1. deild en liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr efstu deild. Greuther Fürth er sæti neðar en Darmstadt, með 38 stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.