Innlent

Árni tekur við formennsku í nefnd um málefni útlendinga

Andri Eysteinsson skrifar
Árni Helgason, nýr formaður nefndarinnar.
Árni Helgason, nýr formaður nefndarinnar. Stjórnarráðið

Árni Helgason, lögmaður og uppistandari hefur tekið við formennsku nefndar um málefni útlendinga, Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Árni tekur við formennsku þingmannanefndarinnar af Hildi Sverrisdóttur aðstoðarmanni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Árni, sem rekur lögmannsstofuna JÁS lögmenn starfaði í kærunefnd útlendingamála frá 2016 til 2020 þá er hann með meistarapróf frá HÍ.

Þingmannanefnd um málefni útlendinga og innflytjenda er ætlað að vera sameiginlegur vettvangur þingmanna og fulltrúa ráðherra og ráðuneyta fyrir upplýsingaöflun og upplýsingaskipta um málaflokkinn. Nefndinni er þá einnig ætlað að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar.

Frekari breytingar verða einnig á nefndinni en þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Lára Björg Björnsdóttir ráðgjafi ríkisstjórnarinnar koma inn í nefndina í stað Stefaníu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Viðreisnar og Höllu Gunnarsdóttur sem áður starfaði í forsætisráðuneytinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.