160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 13:33 Ríkisendurskoðun gerir margar athugasemdir við hvernig hlutabótaúrræðið hefur verið nýtt. Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi. Vísir 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Fyrirtæki í öflugum rekstri og með traustan efnahag áttu ekki að nýta úrræðið Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig úrræðið hafi verið nýtt og eftirlit með því. Úttektin sýni að þrátt fyrir áherslu stjórnvalda um að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hefðu miklar tekjur virðist nokkuð frjálsræði hafa verið á túlkun laganna. Þannig séu í hópi þeirra sem hafi nýtt sér úrræðið fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búi að öflugum rekstri og traustum efnahag. Ekki verði séð af lögunum og að slíkt hafi verið ætlunin. Sjö fyrirtæki hafi tilkynnt um að horfið verði frá nýtingu leiðarinnar og boðað endurgreiðslu á framlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ekki sé þó ljóst hvort og þá hvernig sú endurgreiðsla fari fram. Þá er vakin athygli á að að sveitarfélög og opinberir aðilar hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað opinberum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Fram kemur að ljóst sé að ásókn og kostnaður við hlutastarfaleiðina sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var samið en nú sé áætlað að kostnaðurinn verði 31 milljarður króna. 37 þúsund launamenn hafi nýtt leiðina og um 6400 fyrirtæki. Mikilvægt að auka eftirlit Ríkisendurskoðun áréttar nauðsyn þess að öflugt eftirlit sé með jafn miklum útgreiðslum úr ríkissjóði og bendir á að eftir þá athugun sem fram hefur farið að fullt tilefni sé til þess. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að Vinnumálastofnun vinni með hlutaðeigandi stjórnvöldum að nauðsynlegu eftirliti með greiðslum hlutastarfabóta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/ Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hlutabótaúrræðið hafa virkað vel og tekið verði á þeim vanköntum sem hafi komið fram í lögum um framlenginu úrræðisins. „Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunnar rýmar við það sem við höfum þegar brugðist við í því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir þinginu og félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Þar er gertráð fyrir stífari skilyrðum inn í leiðina og að heimildir voru til þess að hafa eftirlit með leiðinni í lögunum. Það skiptir máli að viðeigandi stofnanir hafi svigrúm til þess að sinna því eftirliti og það hefur auðvitað verið gríðarlegt álag á alla þá sem hafa verið að sinna þessum verkefnum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira