Innlent

Barnabótaaukinn í vasa foreldra í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 21. mars þegar barnabótaaukinn og 9 aðrar kórónuaðgerðir voru kynntar.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 21. mars þegar barnabótaaukinn og 9 aðrar kórónuaðgerðir voru kynntar. vísir/vilhelm

Byrjað var að greiða út hinn svokallaða barnabótaauka í dag. Um er að ræða eina af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í fyrsta aðgerðapakkanum þann 21. mars í Hörpu.

Áætlað er að um 80 þúsund fjölskyldur fái greiddan barnabótaaukann. Þeir framfærendur sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá til viðbótar samtals 42 þúsund krónur á hvert barn undir 18 ára aldri. Þeir framfærendur sem ekki fá greiddar neinar tekjutengdar barnabætur, vegna tekjutengdar skerðingar, fá greiddan sérstakan barnabótaauka að samtals 30 þúsund á hvert barn.

Fjárhæð barnabótaauka skiptist jafnt milli hjóna og sambúðarfólks. Hann telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna. Barnabótaaukanum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um barnabótaaukann má nálgast á vef Skattsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×