Fótbolti

Jón Dagur sótillur af velli þegar danski boltinn rúllaði af stað

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson er með liði AGF í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar nú þegar keppni er hafin að nýju.
Jón Dagur Þorsteinsson er með liði AGF í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar nú þegar keppni er hafin að nýju. VÍSIR/GETTY

Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, í 1-1 jafntefli við Randers.

Jón Dagur lék fyrstu 66 mínútur leiksins en var sótillur þegar honum var skipt af velli fyrir Nicklas Helenius. Hann sást meðal annars grýta einhverju frá sér áður en að hann tók sér sæti á varamannabekknum. Staðan var þá 1-0 fyrir Randers, eftir skelfileg markmannsmistök undir lok fyrri hálfleiks, en Patrick Mortensen jafnaði metin í uppbótartíma með sínu 11. marki á tímabilinu. AGF var nær því að skora sigurmark en jafntefli reyndist niðurstaðan.

AGF er í 3. sæti deildarinnar með 41 stig eftir 24 leiki en Randers í 7. sæti með 35 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×