Lífið

Brynjar sig gallaskyrtu í ólíkum aðstæðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joshua Reuben David er verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni.
Joshua Reuben David er verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni. vísir/vilhelm/einkasafn

„Þetta er rosalega vinsæl skyrta og þykir voðalega nýmóðins,“ segir Joshua Reuben David, betur þekktur undir heitinu Buxnahvíslarinn, en hann starfar sem verslunarstjóri í Levis-búðinni í Kringlunni.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur heldur betur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í gær vakti viðtal við hann í Kastljósinu mikla athygli en þar var Kári mættur í ljósri Levis-gallaskyrtu.

Kári virðist vera mjög hrifinn af skyrtunni og klæðist henni ítrekað við mismunandi aðstæður eins og Steinþór Helgi bendir á á Twitter.

 Kári var aftur mættur í sömu gallaskyrtu í heimsókn sinni í Stjórnarráðið í morgun, tvo daga í röð brynjar hann sig gallaskyrtunni.

„Þetta eru yfirleitt framsæknir menn eða konur sem kaupa svona skyrtu. Það eru þrír öruggir litir, svart, hvítt og grátt og yfirgnæfandi meirihluti fer í það. Það eru þessir sem eru sjálfsöruggir sem fara í liti og ljóst. Ljósar gallaskyrtur hafa ekki verið beint vinsælar fram að þessum tímapunkti og yfirleitt kaupir fólk dökkar gallaskyrtur. Þú þarft að geta synt pínulítið á móti straumnum og þarf að vera smá trendsetter í svona málum.“

Bergsteinn Sigurðsson, sem sér um Menninguna í Ríkissjónvarpinu, fjallaði um „buxnahvíslarann“ í Bakþönkum árið 2013.

Umrædd skyrta kostar 10.990 krónur í Levis-búðinni í Kringlunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.