Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:59 Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar fylgir í humátt á eftir honum. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35
Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54