Fótbolti

Spilað á 32 dögum í röð þegar spænski fótboltinn snýr aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi, Luis Suarez og félagar í Barcelona hafa beðið lengi eftir að fá að spila að nýju. Börsungar eru með tveggja stiga forskot á Real Madrid á toppnum.
Lionel Messi, Luis Suarez og félagar í Barcelona hafa beðið lengi eftir að fá að spila að nýju. Börsungar eru með tveggja stiga forskot á Real Madrid á toppnum. Getty/David Price

Þýska fótboltadeildin er komin af stað og það styttist í að fleiri af þeim stóru bætist í hópinn. Spánverjar eru búnir að raða upp sinni leikjadagskrá í La Liga eftir COVID-19.

Spænska knattspyrnusambandið ætlar að leyfa það að það verðu spilað í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á hverjum degi þegar hún fer aftur af stað eftir kórónuveiruhléið.

Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að spila leiki á mánudögum og föstudögum en RFEF hefur nú tekið þá reglugerð út til að hjálpa til við endurkomuna eftir COVID-19.

Spænska íþróttablaðið Marca slær því upp að það verði spilað í deildinni 32 daga í röð þegar spænska deildin fer af stað.

Frá 11. júní til 12. júlí þá verður að minnsta kosti einn leikur í La Liga á hverjum degi. Það fylgir þó sögunni að enginn leikur má hefjast fyrir 19.30 á virkum dögum.

Tvær síðustu umferðirnar fara síðan fram á sama tíma en þær verða 15. júlí og 19. júlí.

Spánverjar eru því að taka stökkið að vera með engan fótbolta í þrjá mánuði í að verða með fótboltaleiki á hverjum degi í meira en mánuð.

Það er líka mikil spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Barcelona var með tveggja stiga forskot á Real Madrid þegar deildin var stöðvuð í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.