Innlent

Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Hér má sjá gamla frystihúsið upp úr klukkan átta í morgun.
Hér má sjá gamla frystihúsið upp úr klukkan átta í morgun. Vísir/Tryggvi

Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Eldurinn, sem tilkynntur var um klukkan fimm, hefur þar að auki náð í nyrsta hluta frystishússins, sem slökkviliðsmenn hafa reynt að koma í veg fyrir í morgun. Mikinn reyk frá eldinum hefur lagt yfir byggðina í Hrísey og hefur einnig orðið vart um ammoníakleka.

Tiltækt slökkvilið frá Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði hefur verið kallað á vettvang auk heimamanna, lögreglu og björgunarsveitarmanna.

Hér má sjá aðstæður á vettvangi í morgun.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, segir eldinn vera að minnka í gamla frystihúsinu. Það hafi að mestu brunnið niður. Þá hafi eldurinn borist í þann hluta hússins sem þeir hafi reynt að verja.

„Við erum að reyna að svæla brunann til að minnka mengun og freista þess að slökkva í þessum húsum hérna.“

Hann segir vindinn einnig hafa verið óhagstæðan í morgun. Hann hafi breyst reglulega og blásið reyk yfir mismunandi hluta byggðarinnar. Þegar ákvörðun hafi verið tekin um að rýma hluta húsa hafi reykurinn borist annað. Því hafi íbúar verið beðnir um að halda sig innandyra.

Ólafur segir að um mikla varnarbaráttu hafi verið að ræða.

Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. 

Flosi Þorleifsson tók þessar myndir af vettvangi.

Slökkviliðsmenn frá Ólafsfirði á leið til Hríseyjar.Vísir/Tryggvi
Reykurinn sést vel úr landi.Vísir/Tryggvi
Vísir/Tryggvi
Vísir/Tryggvi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.