Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá ástæðum þess að dótturfélag Isavia sagði í dag upp öllum flugumferðarstjórum sínum og býðst til að ráða þá aftur til starfa á lægra starfshlutfalli vegna hruns á tekjum félagsins.

Þá segir framkvæmdastjóri Sorpu af og frá að fimm milljarða gas- og jarðgerðarstöð byggi á úreltri tækni. Stöðin muni valda byltingu í umhverfismálum á Íslandi.

Í Bandaríkjunum eru tveir menn að undirbúa sig að verða skotið út í geim eftir tæpar þrjár klukkustundir og verða þar með fyrstu mennirnir til að leggja í geimferð frá Bandaríkjunum í tæpan áratug.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.