Innlent

Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim

Birgir Olgeirsson skrifar
Grímuklæddir ferðamenn í Hanoi í Víetnam. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Grímuklæddir ferðamenn í Hanoi í Víetnam. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir.

Íslendingarnir fjórir voru á ferðalagi um Víetnam áður en þeir voru settir í sóttkví

María Mjöll Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir utanríkisþjónustuna í stöðugu sambandi við Íslendingana fjóra og er þeim veitt aðstoð í samskiptum við yfirvöld í Víetnam. Unnið er að því að koma Íslendingunum fjórum fyrr úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. María Mjöll segir engar vísbendingar um að íslensku fjórmenningarnir séu smitaðir. Sendiráð Íslands í Beijing vinnur í máli fjórmenninganna.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins bað alla Íslendinga sem eru í útlöndum að skrá sig í gagnagrunn borgarþjónustunnar á vef utanríkisráðuneytisins. Um 3.500 hafa skráð sig þar en um 2.500 þeirra eru ekki komnir heim til Íslands í dag. Með því að skrá sig í gagnagrunninn er hægt að veita Íslendingum sem staddir eru ytra ferðaráð vegna veirunnar á meðan dvöl þeirra stendur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×