Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Það mun kosta tæpar 160 milljónir króna að veiruprófa 500 ferðamenn á dag í tvær vikur á landamærunum. Verkefnisstjórn telur gerlegt að hleypa ferðamönnum til landsins með slíkri aðferð. Ráðast þarf í fjölda verkefna til að svo geti orðið.

Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir mat starfshóps á sýnatöku á landamærunum þegar stefnt er að opna landið um miðjan júní.

Staðan verður einnig tekin á Isavia en reiknað er með því að hægt verði að afgreiða fimm til sex flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna.

Ferðagjöf til landsmanna var kynnt í dag og segir ferðamálaráðherra gjöfina vera táknræna aðgerð til að örva eftirspurn. Samkvæmt nýrri könnun ætlar stór hluti Íslendinga að ferðast innanlands í sumar en þó ekki verja nema 70 þúsund krónum í sumarfríið.

Fyrir utan ítarlega umfjöllun um sumarfrí og ferðalög í sumar verður fjallað um hópuppsagnir, vindorku og ýmislegt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.