Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:56 Stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22