Innlent

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir stórfellt brot í nánu sambandi.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Vísir/Vilhelm

Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir að brjóta gegn henni.

Maðurinn hótaði barnsmóður sinni lífláti og öðru ofbeldi með því að hringja í vinkonu konunnar sem hljóðritaði símtalið. Maðurinn hringdi í vinkonuna og krafðist þess að hún hefði samband við barnsmóður hans og skilaði til hennar skilaboðum sem innihéldu hótanir um ofbeldi. Meðal þess sem maðurinn sagði var: „Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka.“

Í málsgögnum koma fram margar sambærilegar hótanir sem maðurinn lét falla í símtalinu, þar á meðal hótaði hann að berja hana, „snappa“ á hana, að hann vildi drepa hana og svo framvegis.

Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann var úrskurðaður til að sæta með því að hafa ítrekað haft samband við brotaþola. Hann „potaði“ (e. poked) í hana á Facebook og senti henni fjölda SMS skilaboða í gegn um Internetið sem meðal annars innihéldu líflátshótanir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×