Kjörstöðum í Reykjavík fjölgar um fjóra Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2020 10:22 Nýir kjörstaðir eru í Breiðholtsskóla, Dalskóla, Vesturbæjarskóla, og í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. Verður þar að öllum líkindum kosið milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklíns Jónssonar, en yfirkjörstjórn fer nú yfir meðmælalista frambjóðenda. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að nýir kjörstaðir séu í Breiðholtsskóla, Dalskóla, Vesturbæjarskóla og í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Þar segir að Breiðholtsskóli muni þjóna íbúum Bakka og Stekkja og afmarkast kjörhverfið af Breiðholtsbraut til suðurs, Höfðabakka og Arnarbakka til austurs, Reykjanesbraut til vesturs og Elliðaá til norðurs. Kjósendur sem nú fara í Breiðholtsskóla fóru áður í íþróttamiðstöðina í Austurbergi. Reykjavíkurborg „Dalskóli þjónar íbúa í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Það eru íbúar norðar við ánna og við Ásinn auk Haukdælabrautar, Gissurargötu, Döllugötu og Ísleifsgötu eða allir sem búa norðan við Reynisvatnsveg. Kjósendur voru áður í Ingunnarskóla. Vesturbæjarskóli mun þjóna íbúum gamla Vesturbæjarins. Svæðið afmarkast af Hringbraut til suðurs og Hofsvallagötu og Ægisgötu til austurs. Kjósendur voru áður í Ráðhúsi. Fjórði og síðasti kjörstaðurinn sem bætist við er Borgarbókasafnið í Kringlunni. Þessi kjörstaður afmarkast af Kringlumýrarbraut til austurs, Miklubraut til norðurs og Háaleitisbraut og Fossvogsvegi til austurs. Þetta eru allar götur sem enda á –leiti, auk hverfis sunnan Bústaðavegar: Skógarvegur, Sléttuvegur og Lautarvegur. Kjósendur fóru áður í Hlíðaskóla. Aðrir kjörstaðir verða þeir sömu og síðast,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Forsetakosningar 2020 Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fjölga kjörstöðum í borginni um fjóra fyrir forsetakosningarnar sem líklega munu fara fram 27. júní næstkomandi. Verður þar að öllum líkindum kosið milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklíns Jónssonar, en yfirkjörstjórn fer nú yfir meðmælalista frambjóðenda. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að nýir kjörstaðir séu í Breiðholtsskóla, Dalskóla, Vesturbæjarskóla og í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Þar segir að Breiðholtsskóli muni þjóna íbúum Bakka og Stekkja og afmarkast kjörhverfið af Breiðholtsbraut til suðurs, Höfðabakka og Arnarbakka til austurs, Reykjanesbraut til vesturs og Elliðaá til norðurs. Kjósendur sem nú fara í Breiðholtsskóla fóru áður í íþróttamiðstöðina í Austurbergi. Reykjavíkurborg „Dalskóli þjónar íbúa í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Það eru íbúar norðar við ánna og við Ásinn auk Haukdælabrautar, Gissurargötu, Döllugötu og Ísleifsgötu eða allir sem búa norðan við Reynisvatnsveg. Kjósendur voru áður í Ingunnarskóla. Vesturbæjarskóli mun þjóna íbúum gamla Vesturbæjarins. Svæðið afmarkast af Hringbraut til suðurs og Hofsvallagötu og Ægisgötu til austurs. Kjósendur voru áður í Ráðhúsi. Fjórði og síðasti kjörstaðurinn sem bætist við er Borgarbókasafnið í Kringlunni. Þessi kjörstaður afmarkast af Kringlumýrarbraut til austurs, Miklubraut til norðurs og Háaleitisbraut og Fossvogsvegi til austurs. Þetta eru allar götur sem enda á –leiti, auk hverfis sunnan Bústaðavegar: Skógarvegur, Sléttuvegur og Lautarvegur. Kjósendur fóru áður í Hlíðaskóla. Aðrir kjörstaðir verða þeir sömu og síðast,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Forsetakosningar 2020 Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira