Innlent

Slasaðist þegar heitt vatn streymdi yfir Aðalstræti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vatnið flæddi inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti.
Vatnið flæddi inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm

Heitt vatn streymdi úr lögn við Aðalstræti og Fischersund í Reykjavík og út á götu í dag. Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu á lögnunum stóð yfir þegar loki gaf sig og vatnið streymdi út. Starfsmaður á vegum Orkuveitunnar varð fyrir vatninu og slasaðist lítillega.

Maðurinn hóf störf að nýju eftir að hafa borið kælikrem á sár sín. Vatnið flæddi einnig inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna lekans klukkan rétt rúmlega tvö í dag og dældi vatni úr kjallara hótelsins. Í samtali við fréttastofu segir slökkviliðið að vinnan hafi staðið yfir í um klukkustund. Ekki er vitað hvað olli lekanum en lokinn gaf sig skyndilega að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur í samtali við RÚV sem greindi fyrst frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×