Innlent

Slasaðist þegar heitt vatn streymdi yfir Aðalstræti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vatnið flæddi inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti.
Vatnið flæddi inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti. Vísir/Vilhelm

Heitt vatn streymdi úr lögn við Aðalstræti og Fischersund í Reykjavík og út á götu í dag. Undirbúningur fyrir viðhaldsvinnu á lögnunum stóð yfir þegar loki gaf sig og vatnið streymdi út. Starfsmaður á vegum Orkuveitunnar varð fyrir vatninu og slasaðist lítillega.

Maðurinn hóf störf að nýju eftir að hafa borið kælikrem á sár sín. Vatnið flæddi einnig inn í kjallara hótelsins Center Hotels við Aðalstræti.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna lekans klukkan rétt rúmlega tvö í dag og dældi vatni úr kjallara hótelsins. Í samtali við fréttastofu segir slökkviliðið að vinnan hafi staðið yfir í um klukkustund. Ekki er vitað hvað olli lekanum en lokinn gaf sig skyndilega að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur í samtali við RÚV sem greindi fyrst frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.