Fyrrum liðsfélagi Óttars og Björns stal úr leikmannasjóðnum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 07:00 Vegard Forren á að baki 33 A-landsleiki fyrir Noreg. VÍSIR/GETTY Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021. Norski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021.
Norski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira