Fótbolti

Rúrik fær ekki að æfa eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik hefur leikið þrettán deildarleiki með Sandhausen á þessu tímabili.
Rúrik hefur leikið þrettán deildarleiki með Sandhausen á þessu tímabili. getty/Peter Steffen

Rúrik Gíslason fær ekki að æfa með félagsliði sínu, Sandhausen í Þýskalandi, eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Dr. Football í dag. Mbl.is greinir einnig frá og hefur heimildir fyrir því að Rúrik megi ekki æfa með Sandhausen. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið við mbl.is.

Rúrik hefur ekki verið í leikmannahópi Sandhausen í tveimur fyrstu leikjum liðsins eftir að keppni hófst á ný. Sandhausen gerði markalaust jafntefli við Regensburg á laugardaginn.

Rúrik hefur leikið með Sandhausen frá því í janúar 2018. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Sandhausen er í 14. sæti þýsku B-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.