Innlent

Göngin undir Breiða­dals- og Botns­heiði lokuð vegna slyss

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg.
Lögregla segir meiðsl á fólki ekki vera alvarleg. Vísir/Vilhelm

Göngin undir Breiðadals- og Botnsheiði á Vestfjörðum (Vestfjarðagöng) hafa verið lokuð eftir að umferðaróhapp varð í gangamunnanum, Tungudalsmegin. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir ennfremur að meiðsl hafi ekki verið alvarleg. 

„Lögreglan er að vinna á vettvangi og eru göngin því lokuð fyrir umferð. Vænta má þess að opnað verði fyrir umferð fljótlega."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×