Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Sjúklingur á sjötugsaldri lést af COVID-19 á Landspítalanum í gær eru því nú níu látnir af völdum sjúkdómsins á Íslandi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samfélagssmitum heldur áfram að fjölga á Vestfjörðum og talið er að hápunktinum verði náð mun síðar þar en á höfuðborgarsvæðinu. Við ræðum stöðuna við forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í beinni útsendingu.

Búist er við því að atvinnuleysi verði tæplega sautján prósent í apríl. Félagsráðgjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar segir neyðina þegar hafa aukist.

Einnig verður farið ítarlega yfir stöðu mála í Svíþjóð og rætt við forstjóra Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×