Innlent

Eldur kviknaði í fjar­skipta­her­bergi Kyndils

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd innan úr fjarskiptaherberginu sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook-síðu sinni í morgun.
Mynd innan úr fjarskiptaherberginu sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook-síðu sinni í morgun. SHS

Eldur kom upp í húsnæði björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ seint í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði í fjarskiptaherbergi sveitarinnar og talið er að eitthvað tjón hafi orðið á sendum.

Í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að slökkvistarf hafi gengið greiðlega.

„Vonandi mun það tjón sem varð á sendum ekki hafa áhrif á símnotendur, þetta á ekki að hafa nein áhrif á tetra þar sem fleiri sendar eru á svæðinu,“ segir í færslu slökkviliðisins á Facebook.

Þá var slökkvilið kallað út vegna heitavatnsleka í Skeifunni. Pottur gleymdist svo á eldavél í Kópavogi og þurfti að reykræsta íbúðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.