Innlent

Eldur kviknaði í fjar­skipta­her­bergi Kyndils

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd innan úr fjarskiptaherberginu sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook-síðu sinni í morgun.
Mynd innan úr fjarskiptaherberginu sem slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti á Facebook-síðu sinni í morgun. SHS

Eldur kom upp í húsnæði björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ seint í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði í fjarskiptaherbergi sveitarinnar og talið er að eitthvað tjón hafi orðið á sendum.

Í tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að slökkvistarf hafi gengið greiðlega.

„Vonandi mun það tjón sem varð á sendum ekki hafa áhrif á símnotendur, þetta á ekki að hafa nein áhrif á tetra þar sem fleiri sendar eru á svæðinu,“ segir í færslu slökkviliðisins á Facebook.

Þá var slökkvilið kallað út vegna heitavatnsleka í Skeifunni. Pottur gleymdist svo á eldavél í Kópavogi og þurfti að reykræsta íbúðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×