Myndband sýnir þegar lá við bílveltu í slabbi á Suðurlandsvegi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 15:00 Klaka og krapi rigndi yfir bíl Eyþórs þegar fólksbíllinn ók fram úr honum á vinstri akrein. Skömmu síðar snerist bíllinn fyrir hann. Eyþór H. Ólafsson Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira