Bandarísk yfirvöld segjast hafa ráðið leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda á Arabíuskaga af dögum.
Í tilkynningu frá Donald Trump forseta segir að Quasim al-Raymi, sem verið hefur leiðtogi hópsins frá árinu 2015 hafi verið felldur í loftárás Bandaríkjamanna í Jemen. Al-Raymi er sagður hafa skipulagt fjölda árása um árabil.
Al-Qaeda á Arabíuskaga var stofnað árið 2009 og hafa samtökin aðallega starfað í Jemen.
Sögusagnir af dauða Al-Raymi byrjuðu að heyrast í janúar en hafa ekki fengist staðfestar fyrr en nú en árásin á að hafa átt sér stað í desember.