Íslendingur lést í fallhlífarstökki í Taílandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 13:47 Stefan Eiríksson Andersson var reyndur fallhlífarstökkvari. Vísir Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina. Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina.
Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira