Fótbolti

Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Cordeiro með Crystal Dunn eftir að hún spilaði sinn hundrasta landsleik.
Carlos Cordeiro með Crystal Dunn eftir að hún spilaði sinn hundrasta landsleik. Getty/Brad SmithCarlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. Þetta gerði hann eftir hörð viðbrögð við vandræðalegri yfirlýsingu sambandsins í réttargögnum í tengslum við málið sem landsliðskonur Bandaríkjanna hafa höfðað gegn sambandinu.

Bandarísku landsliðskonurnar fóru með málið fyrir dómstóla og eftir þessa afar klaufalegu yfirlýsingu virðist fátt koma í veg fyrir að réttað verði málinu en það ekki leyst utan réttarsalsins eins og margir bjuggust við.

Í gögnunum frá bandaríska sambandinu kom meðal annars fram að landsliðskonurnar ættu skilið að fá minna en landsliðskarlarnir frá sambandinu vegna þessa að þær væru ekki eins leiknir fótboltamenn og þær væru með minni ábyrgð en karlarnir.

Bandaríska sambandið fékk ekki aðeins hörð viðbrögð frá landsliðskonunum sjálfum heldur einnig frá stórum styrktaraðilum sambandsins sem vildu alls ekki láta bendla sig við slíka fornaldarhugsun.

Leikmenn bandaríska landsliðsins mótmæltu fyrir leik sinn á móti Japan á SheBelieves með því að snúa utan yfir treyju sinni við í þjóðsöngnum þannig að ekki sást í merki bandaríska knattspyrnusambandsins.

Talsmaður bandarísku landsliðskvennannan líkt plagginu við það sem menn hefðu mögulega getað samið á steinöld og leiðtogi liðsins, Megan Rapinoe, var svo móðguð fyrir hönd allra knattspyrnukvenna að hún vildi ekki einu sinni taka við afsökunarbeiðni frá Carlos Cordeiro.

Carlos Cordeiro kvaddi með þeim orðum að hann hafi alltaf reynt að gera að sem væri best fyrir bandaríska knattspyrnusambandið.

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur gert allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. Á sama tíma eru konurnar stolt bandarískrar knattspyrnu en þær urðu heimsmeistarar í fjórða sinn síðasta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.