Katrín óskar eftir símafundi með Trump Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/vilhelm/getty Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56