Katrín óskar eftir símafundi með Trump Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/vilhelm/getty Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið. Fjármálaráðherra segir þessa ákvörðun sýna að á ögurstundu hugsi menn fyrst og fremst um eigin hag. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í hádeginu og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra daginn hafa verið notaðan til að fara yfir efnahagslegar afleiðingar tilskipunar Bandaríkjaforseta um flugbann á Evrópu í 30 daga, sem komið hafi íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Hún hafi strax í morgun óskað eftir símafundi með Donald Trump. „Við höfum þegar komið okkar mótmælum á framfæri og munum gera það áfram við bandarísk yfirvöld. Því þetta hefur auðvitað mikil áhrif ekki hvað síst á stöðu Icelandair. Þar með á stöðu mjög margra annarra fyrirtækja í landinu,“ segir Katrín. Forstjóri Icelandair fundaði með leiðtogum stjórnarflokkanna skömmu fyrir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna en ekki var óskað eftir aðstoð stjórnvalda við félagið á þeim fundi. Forsætisráðherra segir vanfundin heilbrigðisrök fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. „Ég held að það blasi við öllum að þetta er auðvitað eina flugfélagið með höfuðstöðvar á Íslandi sem er að þjónusta Ísland. Þannig að ég held að mikilvægi þess blasi við öllum. Þetta er eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki,“ segir Katrín. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra fara í engar grafgötur með óánægju sína með að forseti Bandaríkjanna hafi tekið einhliða ákvörðun varðandi mikilvæga hagsmuni Íslendinga algerlega án samráð við þá. Bjarni Benediktsson segir þessa ákvörðun reiðarslag fyrir heila atvinnugrein og fjölþætt samskipti þjóðanna. „Þá höfum við litið á Bandaríkjamenn sem samstarfsþjóð og vinaþjóð. En á ögurstundu þá taka menn mjög afdrifaríkar ákvarðanir einangraðir. Algerlega út frá eigin forsendum. Mögulega með hagsmunina heimafyrir umfram allt annað. Sem sýnir okkur bara enn og aftur að þrátt fyrir allar löngu fögru ræðurnar á samkomum alþjóðastofnana að þá er það þannig að þegar á reynir að menn hugsa fyrst og fremst um eigin hag,“ segir Bjarni. Hvort sem í því felast skilaboð til Bandaríkjastjórnar eða ekki afboðaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag umfangsmiklar heræfingar, Norðurvíking, sem fram áttu að fara í apríl með þáttöku tæplega eitt þúsund Bandaríkjamanna og fulltrúa annarra NATO þjóða. Hann hefur komið fram mótmælum við sendiherra Bandaríkjanna við flugbanninu og óskað eftir símafundi með Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Og við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa. Lagt á það áherslu að við séum undanskilin. Bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst vegna þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni,“ segir Guðlaugur Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fréttir af flugi Utanríkismál Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49 Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28 Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 16:49
Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 16:28
Frumvarpi ætlað að hjálpa sveitarstjórnum að haldast starfhæfum í neyðarástandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. 12. mars 2020 16:56