Innlent

Frum­­varpi ætlað að hjálpa sveitar­stjórnum að haldast starf­hæfum í neyðar­á­standi

Eiður Þór Árnason skrifar
Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins.
Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.

Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins.

Ráðherra geti veitt heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að lagt sé til í frumvarpinu að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til auðvelda ákvarðanatöku og reyna að tryggja að að sveitarstjórnir séu starfhæfar þegar neyðarástand ríkir.

Sem dæmi er lagt til í frumvarpinu að heimildir sveitarstjórna til að halda fjarfundi séu rýmkaðar. Er þetta sagt gert „til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.“

Nú er einungis heimilt að nota fjarfundarbúnað ef fjarlægðir eru miklar eða samgöngur erfiðar.

Heimilt að víkja frá verkaskiptingu

Á vef stjórnarráðsins segir einnig að það komi til skoðunar „að víkja tímabundið frá verkaskiptingu innan stjórnsýslunnar, svo sem verkaskiptingu milli nefnda og reglum um valdframsal til fullnaðarafgreiðslu mála.“

Verði frumvarpið að lögum mun ráðherra sveitarstjórnarmála hafa heimild til að mæta þörfum sveitarfélaga sem glíma við tímabundið neyðarástand.

Gengið er út frá því í frumvarpinu að þessi heimild muni virkjast ef gefin hefur verið út yfirlýsing almannavarna um neyðarstig eða fyrirséð er að slík yfirlýsing verði gefin út. Til stendur að leggja frumvarpið fram nú á vorþingi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.