Fótbolti

Muller jafnaði met Kevin De Bruyne

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnaður leikmaður.
Magnaður leikmaður. Vísir/Getty

Þýski sóknarmaðurinn Thomas Muller lagði upp eitt mark og skoraði annað í 5-2 sigri Bayern Munchen á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Muller lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Leon Goretzka en þetta var sautjánda stoðsending kappans á leiktíðinni.

Þar með hefur hann jafnað met Kevin De Bruyne yfir flestar stoðsendingar á einni leiktíð í þýsku Bundesligunni en belgíski miðjumaðurinn, sem leikur nú fyrir Englandsmeistara Manchester City, lagði upp sautján mörk í búningi Wolfsburg leiktíðina 2014/2015.

Það verður að teljast ansi líklegt að Muller takist að skáka De Bruyne þar sem 7 umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 

Muller er þó ekki einn um að eiga möguleika á að eigna sér stoðsendingametið því enska ungstirnið Jadon Sancho hefur lagt upp sextán mörk hjá Borussia Dortmund á leiktíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.