Innlent

Aðalfundur Rauða krossins haldinn á átta stöðum

Andri Eysteinsson skrifar
Fundurinn var haldinn víða um land og tengdur saman með hjálp tækninnar.
Fundurinn var haldinn víða um land og tengdur saman með hjálp tækninnar. Mynd/RKÍ

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar.

Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp til fundargesta úr höfuðstöðvum RKÍ í Reykjavík en fundurinn var einnig haldinn í Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vík. Þá voru fundarstaðir í Reykjavík tveir.

Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, þakkaði félagsmönnum og sjálfboðaliðum sérstaklega fyrir þeirra starf og viðbúnað sl. mánuði.

Á fundinum var stefna RKÍ til ársins 2030 samþykkt en þar voru helstu áskoranir kortlagðar. Áhersla verður lögð á öflugt hjálparstarf í nærsamfélagi, virkt og gefandi starf sjálfboðalið og traust og ábyrt félag.

Silja Bára varaformaður og Gréta María í stjórn

Ný stjórn félagsins var kjörin og ný lög þess voru samþykkt með miklum meirihluta.

Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, var kjörin varaformaður RKÍ en hún hefur setið í stjórn Rauða krossins í tvö ár. Aðrir meðlimir nýrrar stjórnar eru þau þau Sveinn Þorsteinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Ragnari Guðgeirssyni, Þóra B. Niklásdóttir, starfsmaður í Stöðvarfjarðarskóla, Baldur Steinn Helgason, verkefnastjóri hjá Jónum Transport, Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Gréta María Grétarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar kjörin í stjórn.

Þá var fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Rögnu Árnadóttur, Helga Ívarssyni, Oddrúnu Kristjánsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni og Melkorku Kristinsdóttur þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.