Innlent

Aðalfundur Rauða krossins haldinn á átta stöðum

Andri Eysteinsson skrifar
Fundurinn var haldinn víða um land og tengdur saman með hjálp tækninnar.
Fundurinn var haldinn víða um land og tengdur saman með hjálp tækninnar. Mynd/RKÍ

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar.

Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp til fundargesta úr höfuðstöðvum RKÍ í Reykjavík en fundurinn var einnig haldinn í Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vík. Þá voru fundarstaðir í Reykjavík tveir.

Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, þakkaði félagsmönnum og sjálfboðaliðum sérstaklega fyrir þeirra starf og viðbúnað sl. mánuði.

Á fundinum var stefna RKÍ til ársins 2030 samþykkt en þar voru helstu áskoranir kortlagðar. Áhersla verður lögð á öflugt hjálparstarf í nærsamfélagi, virkt og gefandi starf sjálfboðalið og traust og ábyrt félag.

Silja Bára varaformaður og Gréta María í stjórn

Ný stjórn félagsins var kjörin og ný lög þess voru samþykkt með miklum meirihluta.

Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, var kjörin varaformaður RKÍ en hún hefur setið í stjórn Rauða krossins í tvö ár. Aðrir meðlimir nýrrar stjórnar eru þau þau Sveinn Þorsteinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Ragnari Guðgeirssyni, Þóra B. Niklásdóttir, starfsmaður í Stöðvarfjarðarskóla, Baldur Steinn Helgason, verkefnastjóri hjá Jónum Transport, Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Gréta María Grétarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar kjörin í stjórn.

Þá var fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Rögnu Árnadóttur, Helga Ívarssyni, Oddrúnu Kristjánsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni og Melkorku Kristinsdóttur þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×