Fótbolti

Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mathias Honsak og Guðlaugur Victor fagna eftir að íslenski landsliðsmaðurinn hafi lagt upp fyrsta markið fyrir Honsak.
Mathias Honsak og Guðlaugur Victor fagna eftir að íslenski landsliðsmaðurinn hafi lagt upp fyrsta markið fyrir Honsak. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg.

Guðluagur Victor lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Mathias Honsak á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Yannick Stark tvöfaldaði forystuna á 74. mínútu og fimm mínútum síðar var staðan orðinn 3-0 eftir mark Marvin Mehlem.

Það var svo íslenski landsliðsmaðurinn sem rak síðasta naglann í kistu St. Pauli með fjórða mark Darmstadt í uppbótartíma en Victor lék allan tímann á miðju liðsins sem er í 5. sæti deildarinnar. Þeir eru einungis sex stigum frá umspilssæti um sæti í þýsku úrvalsdeildinni er sjö umferðir eru eftir.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli en Sandhausen er í 14. sætinu, einungis þremur stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.