Erlent

Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong

Andri Eysteinsson skrifar
Hong Kong hefur verið undir stjórn Kína frá 1997.
Hong Kong hefur verið undir stjórn Kína frá 1997. Getty/Lo Ka Fai

„Kína hefur svikið Hong Kong og vesturlönd ættu að hætta að hjúfra sig upp að yfirvöldum í Peking í von um gull og græna skóga,“ segir Chris Patten fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong á meðan héraðið var undir stjórn bresku krúnunnar. Reuters greinir frá.

Kínversk yfirvöld lögðu nýlega fram frumvarp um öryggismál þar sem bann var lagt við landráðum og uppreisnaráróðri í Hong Kong. Frumvarpið hefur vakið hörð viðbrögð í Hong Kong sér í lagi á meðal baráttumanna fyrir auknu lýðræði í Hong Kong.

Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong.

„Við erum að sjá nýja kínverska einræðisstjórn. Breska ríkisstjórnin ætti að gera það skýrt að aðgerðirnar séu klárt brot á samkomulagi Breta og Kínverja um Hong Kong frá 1984,“ sagði Patten.

„Við þurfum að hætta þeim ranghugmyndum að við þurfum að gera allt það sem Kína vill svo að við missum ekki af viðskiptatækifærum,“ sagði ríkisstjórinn fyrrverandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.