Innlent

Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði.
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh. Hann er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði. Jón Helgason/Lögreglan

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að vindur og talsverður sjógangur sé í firðinum. Skilyrði til leitar séu slæm og ekki unnt að halda henni áfram í dag.

Stefnt er að leit á morgun og unnið að skipulagi hennar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.