Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 09:54 Ummæli Bidens hafa fallið í grýttan jarðveg. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira