Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 10:35 Þórir Garðarsson segir mikinn óvissutíma ríkja í ferðaþjónustunni. Vísir/Vilhelm Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00
Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent