Framkvæmdastjóri Gray Line segir uppsagnir ekki vera fyrsta kost Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 10:35 Þórir Garðarsson segir mikinn óvissutíma ríkja í ferðaþjónustunni. Vísir/Vilhelm Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu í ferðaþjónustunni sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem hefur þurft að grípa til. „Þetta er náttúrulega mikill óvissutími í ferðaþjónustunni og flestir eru náttúrulega í því að draga saman. Það berast alls staðar fréttir af því að það dregst saman í sölu og bókunum inn á sumarið. Það á ekkert bara við um Ísland heldur allan heim,“ segir Þórir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Von á afbókunum Þórir segir að starfsmenn Gray Line hafi áhyggjur af því að það muni ganga illa að innheimta hjá erlendum söluaðilum. „Þeir fleyta sig áfram á fyrirframbókunum og þegar „cash-flowið“ minnkar hjá þeim geta þeir átt í vandræðum. Þetta getur því haft töluvert miklar afleiðingar. Núna eigum við líka von á afbókunum sem við þurfum að endurgreiða.“ Uppsagnir ekki fyrsti kostur Þórir segir að það starfi um 120 manns hjá Gray Line á Íslandi í dag. „Það er alveg ljóst að við höfum ekki vinnu fyrir alla þá starfsmenn. En það er kannski ekki fyrsti kostur að segja upp starfsmönnum þar sem það er ekki aðgerð sem rífur strax þar sem uppsagnarfrestur er þrír til sex mánuðir. Á þeim tíma þurfum við á þessu góða starfsfólki að halda. Við erum í augnablikinu svolítið í lausu lofti með þetta. Við erum að sjá hvaða leiðir við höfum. Einhverjir starfsmenn hafa boðist til að fara í launalaust leyfi, sumarfrí snemma og svo framvegis. Það bætir eitthvað úr en dugar ekki til. Það er því spurning hvaða verkefni við getum haft fyrir þá. Hvernig við getum greitt launin þeirra. Stærsti rekstrarkostnaður fyrirtækisins er náttúrulega laun starfsmanna,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Wuhan-veiran Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00 Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Kórónuveiruvaktin: Nýjustu fréttir af faraldrinum og afleiðingum hans Vísir greinir frá öllum helstu vendingum tengdum kórónuveirunni, um leið og þær gerast. 12. mars 2020 09:00
Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Hlutabréfaverð í íslensku kauphöllinni hrundi um hátt í tíu prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Mest féll verð bréfa í Icelandair, um 23%, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ferðalög frá Evrópu yrðu bönnuð næsta mánuðinn. 12. mars 2020 10:02