Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 12:00 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Sjá meira
Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Sjá meira