Innlent

Fresta leit að á­tján ára skip­verja í dag vegna erfiðra skil­yrða

Sylvía Hall skrifar
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári.
Skipverjinn heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Jón Helgason/Lögreglan

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Skipverjinn sem leitað er að heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári en hann er búsettur í Kópavogi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að leit hafi verið hætt í dag þar sem vindur hefur aukist á svæðinu og því leitarskilyrði erfið. Leitað hefur verið án árangurs í dag en við leitina var meðal annars notaður prammi með glærum botni sem hægt er að sjá í gegnum niður á botn á grunnsævi.

Leitarsvæðið var frá Tangasporði að Sandvík en skipverjans hefur verið saknað síðan klukkan 14 á mánudag. Leit hefur jafnframt farið fram með fram ströndum og sandfjörur eknar við leitina.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×