Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 22:22 Anna Margrét Jónsdóttir vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á sínum tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur. Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Þessu greinir Anna Margrét frá í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld og lýsir veikindunum jafnframt nánar í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét telur að hún hafi verið um það bil sú fimmtánda sem smitaðist af veirunni hér á landi. Þá ber hún veikindunum af völdum veirunnar afar illa söguna; hún lýsir því að hún sé nú á degi tíu í veikindum og enn þá lasin. Raunar hafi hún aldrei fengið svona svæsna flensu. Það sé þó á dagskrá að hressast sem allra fyrst. Eiginmaðurinn „létt sýktur“ Anna Margrét vildi ekk tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en hún lýsir veikindunum og aðdraganda þeirra frekar í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa verið í Selva á Ítalíu á skíðum, þar sem greinilega hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna. Hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi verið á ferðalagi með vinapari sínu en varið tíma með fleiri Íslendingum. Sjö af tíu í hópnum hafi að endingu smitast. „Þetta byrjaði sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Ég hætti síðan að finna bragð á fimmta degi - ekki gott. Flensan hefur svo frekar versnað - dagur níu var verstur. Ég stend í þeirri trú að þetta sé að batna nú í kvöld, á degi 10, maður verður bara að halda það,“ segir Anna Margrét í samtali við Fréttablaðið. Anna Margrét, eiginmaður hennar og sonur hafa jafnframt verið í einangrun heima við undanfarna daga. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið að eiginmaðurinn sé aðeins „létt sýktur“ og sonurinn raunar alls ekki. Sá síðastnefndi sé þó að „deyja úr leiðindum“ í einangruninni heima. Alls hafa nú níutíu kórónuveirusmit verið staðfest á Íslandi. Langflestir sem hafa greinst með veiruna hér á landi hafa verið á skíðum í Ölpunum, sem nú hafa allir verið skilgreindir sem hættusvæði. Einn liggur verulega veikur inni á Landspítalanum vegna veirunnar hér á landi. Í dag skilgreindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) útbreiðslu Covid-19-sjúkdómsins sem heimsfaraldur.
Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Bæði sýnin á Akureyri reyndust neikvæð Sýni úr tveimur einstaklingum sem settir voru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna gruns um kórónuveirusmit reyndust neikvæð fyrir COVID-19 sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:01
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Danir loka skólum og vinnustöðum vegna kórónuveirunnar Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka skólum og vinnustöðum í landinu vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 20:11