Innlent

Samþykktu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Vísir/Vilhelm

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus hafa samþykkt nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem undirritaður var fyrr í þessum mánuði.

Að því er segir í tilkynningu frá Eflingu greiddu 118 atkvæði um samninginn en 270 félagsmenn starfa samkvæmt samningnum. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 117 já eða 99,15%. Aðeins einn greidd atkvæði gegn samningnum.

Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 18. maí til hádegis í dag föstudaginn 22. maí.

„Með þessum samningi náðust sambærilegar kjarabætur fyrir félagsmenn okkar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus og í samningum Eflingar við Rvk, ríki og Faxaflóahafnir. Við hljótum að fagna því og ég er stolt af staðfestu félagsmanna okkar í verkfallsaðgerðum á erfiðum tímum þar sem samstaðan og baráttuviljinn skilaði þeim sanngjarnri leiðréttingu og betri kjörum” er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.