Innlent

Samþykktu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Vísir/Vilhelm

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus hafa samþykkt nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem undirritaður var fyrr í þessum mánuði.

Að því er segir í tilkynningu frá Eflingu greiddu 118 atkvæði um samninginn en 270 félagsmenn starfa samkvæmt samningnum. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 117 já eða 99,15%. Aðeins einn greidd atkvæði gegn samningnum.

Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 18. maí til hádegis í dag föstudaginn 22. maí.

„Með þessum samningi náðust sambærilegar kjarabætur fyrir félagsmenn okkar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus og í samningum Eflingar við Rvk, ríki og Faxaflóahafnir. Við hljótum að fagna því og ég er stolt af staðfestu félagsmanna okkar í verkfallsaðgerðum á erfiðum tímum þar sem samstaðan og baráttuviljinn skilaði þeim sanngjarnri leiðréttingu og betri kjörum” er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.