Lilja og Guðni afboða sig á Íslensku tónlistarverðlaunin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 18:32 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16
Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43