Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 09:38 Borskipið Joides Resolution. Skipið er á vegum The International Ocean Discovery Program (IODP) en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Mynd/IODP, William Crawford. Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira