Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 13:00 Tvíburarnir eru ansi líkir eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira