Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Vésteinn Örn Pétursson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. maí 2020 21:00 Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49