Boðar frumvarp um að kristnifræðikennsla verði tekin upp á nýjan leik Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2020 13:51 Birgir Þórarinsson segir skipulaga afkristnun samfélagsins ríkjandi og þeirri öfugþróun sé stýrt af háværum minnihlutahópi. visir/vilhelm Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira