Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 18:30 Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19