Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 18:37 Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels