Fótbolti

„Óla Stefáns“ myndin af Iniesta á Barcelona síðunni vekur upp minningar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan.
Andres Iniesta fékk að fljúga eftir síðasta leik sinn með Barcelona fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Spænski knattspyrnumaðurinn Andrés Iniesta spilaði sinn síðasta leik með Barcelona á þessum degi fyrir tveimur árum síðan og Barcelona minntist þeirra tímamóta á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Sérstaka athygli vekur mynd af Andrés Iniesta á miðjum Nývangi þar sem hann situr einn með símann sinn og völlurinn hefur alveg tæmst. Þessa mynd má sjá hér fyrir neðan.

Þessi mynd minnir mikið á mynd sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og þá ljósmyndari Fréttablaðsins, tók af Ólafi Stefánssyni fyrir fjórtán árum.

Myndin af Ólafi Stefánssyni var tekin eftir að Ciudad Real vann Meistaradeildina vorið 2006 en Ciudad Real vann þá 37-28 sigur á Portland San Antonio í seinni úrslitaleiknum og 62-47 samanlagt.

Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sjö mörk og hafði einnig verið markahæstur í fyrri leiknum.

Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill Ólafs með Ciudad Real en þeir urðu alls þrír (líka 2008 og 2009). Ólafur vann Meistaradeildina líka með Magdeburg árið 2002.

Myndin hans Vilhelms var valin ein af myndum ársins 2006 og hana má sjá hér fyrir neðan þar sem úrklippa úr Fréttablaðinu þar sem hún fékk að njóta sín.

Úrklippa úr Fréttablaðinu 31. desember 2006 þar sem sjá má Ólaf Stefánsson á miðjum vellinum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2006. Allir áhorfendurnir eru farnir en hann er að tala í símann sinn út á miðjum velli.Skjámynd/Úrklippa úr Fréttablaðinu

Andrés Iniesta vann alls 32 titla með Barcelona og spilaði 758 leiki fyrir félagið á tæpum átján árum. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina níu sinnum og spænska bikarinn sex sinnum. Þá varð hann einnig þrisvar heimsmeistari félagsliða.

Í síðasta leik sínum fyrir Barcelona, 20. maí 2018, þá bar hann fyirliðabandið í 1-0 sigri á Real Sociedad. Iniesta fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. 84.168 mættu á völlinn en þegar allir áhorfendurnir voru farnir þá fór Andrés Iniesta aftur út á völl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.